Æðislega gott brauð með miklu smjöri og osti. Ilmurinn sem kemur á heimilið þegar bakað er kryddbrauð er alveg dásamlegur.
Uppskriftin er í tvö brauð, en einfalt er að minnka uppskriftina.
Hráefni
- 6 dl hafrar
- 6 dl hveiti
- 2 dl sykur
- 2 tsk. engifer
- 4 tsk. matarsódi
- 2 tsk. kanill
- 2 tsk. negull
- 6 dl mjólk
- 2 stk. egg
Aðferð
- Öllum þurrefnunum er blandað saman í skál.
- Í aðra skál er eggjum og mjólk pískað saman með gaffli og hellt ut í þurrefnablönduna.
- Látið degið standa i 15 mínútur svo að hafrarnir mýkist upp.
- Bakið í ofni í 10 mínútur á 200 gráðum, lækkið svo hitann í 170 gráður og bakið í 30 mínútur í viðbót.

Eftir Gígju S. Guðjónsdóttur