Þetta salat er fullkomið álegg og tekur hið hefðbundna ostasalat upp á næsta stig. Fullkomið með Ketó ostahrökkbrauði sem einnig er frá Gott í matinn.
Hráefni
- 1 Dala brie, eða annar góður mjúkur ostur að eigin vali
- 1 piparostur
- 1 lítil rauð paprika
- 1⁄2 blaðlaukur
- 100 g skinka
- 180 g 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
- 3 msk majónes
Aðferð
- Skerið ostana, grænmetið og skinkuna í litla teninga og setjið í skál.
- Hrærið sýrðum rjóma og majónesi saman við og blandið vel saman.

Eftir Helenu Gunnarsdóttur