Stökkt, bragðgott og sérlega einfalt hrökkbrauð sem hentar svo sannarlega þeim sem kjósa ketó eða lágkolvetnalífstílinn, en líka öllum hinum. Frábært snarl eða partýmatur og fullkomið með osta- og skinkusalati (ketó).
Hráefni
- 1 dl chiafræ
- 1 dl sesamfræ
- 1 dl graskersfræ
- 1 dl hörfræ
- 2 dl rifinn Goðdala Feykir
- 2 stórar eggjahvítur
- Sjávarsalt
Aðferð
- Hitið ofn í 160 gráður með blæstri.
- Hrærið saman fræum og osti.
- Bætið eggjahvítum saman við og blandið vel saman.
- Hellið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
- Leggið annan bökunarpappír ofan á.
- Fletjið út í þunnt lag.
- Takið efri bökunarpappírinn af.
- Stráið sjávarsalti yfir.
- Bakið í um það bil 25 mínútur eða þar til gullinbrúnt og stökkt.
- Látið kólna alveg og brjótið svo niður.
- Geymist vel í lokuðum poka í viku.

Eftir Helenu Gunnarsdóttur