Góður ostur setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið þegar kemur að góðum hamborgara og þar eru Óðalsostarnir fremstir í flokki.
Hráefni fyrir fjóra
Borgarar
- 600 g nautahakk
- 2 msk. dijon sinnep
- 1 egg
- 200 g Óðals Havarti, rifinn
- 100 g brauðrasp
- 1 msk. chipotle (reykt chilimauk), eða önnur sterk sósa
- Salt og pipar
Meðlæti
- Hamborgarabrauð
- Rauðlaukur
- Bufftómatar
- Sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
- Dijon sinnep
- Óðals Cheddar
- Iceberg salat
Aðferð
- Blandið öllum hráefnum saman í skál.
- Mótið því næst fjóra hamborgara í höndunum og grillið eða steikið á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið.
- Setjið cheddar ost yfir hamborgarana og leyfið honum að bráðna.
- Berið hamborgarana fram með sýrðum rjóma, dijon sinnepi, iceberg, sneiddum bufftómati og rauðlauk.

Eftir Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur