Einfaldur réttur þar sem Óðalsostarnir fá svo sannarlega að njóta sín.
Hráefni í fjóra skammta
- 4 stk. stórar tortillur
- 8 msk. hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
- 300 g kjúklingur, eldaður
- 250 g sólþurrkaðir tómatar
- 2 dl döðlur
- 150 g Óðals Maribó
- 150 g Óðals Gouda sterkur
- sýrður rjómi frá Gott í matinn
- ólífuolía
- salsasósa
- klettasalat
- nachos flögur
Aðferð
- Rífið niður ostana.
- Smyrjið helminginn af tortillavefjunni með rjómaosti.
- Rífið niður kjúklingakjöt og og dreifið yfir smurða hlutann, ásamt smátt söxuðum sólþurrkuðum tómötum og smátt skornum döðlum.
- Dreifið ostinum yfir.
- Leggið vefjuna saman.
- Hitið olíu sem þolir mikla steikingu á pönnu og setjið tortillavefjuna varlega á pönnuna.
- Steikið í 1– 2 mínútur á hvorri hlið. Hvolfið vefjunni varlega með góðum spaða svo innihaldið fari ekki út um allt.
- Berið fram með sýrðum rjóma, salsasósu, nachos flögum og smátt söxuðu klettasalati.

Eftir Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur