Hvað er betra en góð ommeltta með bræddum íslenskum sælkeraosti, Gretti úr Goðdala línunni? Osturinn er nýr íslenskur ostur úr Skagafirði. Grettir er sætur og stökkur ostur sem kemur skemmtilega á óvart. Hann hefur milt og ljúft bragð sem og flauelsmjúka áferð.
Uppskriftin er í eina væna ommelettu.
Hráefni
- 4 egg
- Sveppir (eftir smekk)
- Skinka (eftir smekk)
- Íslenskt smjör
- Goðdala Grettir
- Vorlaukur (eftir smekk)
Aðferð
- Pískið eggin saman með gaffli og kryddið með grófu salti og svörtum pipar.
- Skerið skinku og sveppi niður í litla bita og fleira grænmeti ef þið viljið.
- Einnig er gott að setja rauða eða gula papriku, aspas, mozzarellaost, ferskt kóríander og kirsuberjatómata.
- Bræðið íslenskt smjör á pönnu og hellið eggjahrærunni út á.
- Setjið skinku og sveppi yfir eggin eftir 1 mínútu.
- Steikið á báðum hliðum.
- Skerið Gretti niður í litla bita og dreifið honum yfir ommelettuna undir lokin.
- Þegar osturinn hefur bráðnað er gott að setja vorlauk yfir.

Eftir Tinnu Alavis