Falleg og bragðmikil haustsúpa með kjúklingi sem tekur enga stund að elda. Rjómaostur með papriku og chilli gefur einstaklega gott bragð í súpuna og rífur aðeins í sem er upplagt þegar tekið er að kólna á haustin.
Fyrir fjóra
Hráefni
- 3 stk. kjúklingabringur, skornar í litla bita (3-4)
- 1 stk. laukur, smátt saxaður
- 2 stk. hvítlauksrif, smátt söxuð
- 1 stk. rauð paprika, skorin í litla teninga
- 2 msk. smjör
- 2 msk. tilbúin tacokryddblanda að eigin vali
- 2 msk. tómatpaste
- 2 dósir maukaðir tómatar
- 800 ml kjúklingasoð (vatn og 1-2 teningar eða kraftur)
- 250 ml rjómi frá Gott í matinn
- 200 g Rjómaostur með grillaðri papriku og chilli
- salt og pipar
Toppur:
- Saxaðir tómatar
- Basil
- Vorlaukur
- Rifinn Mozzarella frá Gott í matinn
Aðferð
- Bræðið smjör í stórum potti.
- Steikið kjúklinginn og kryddið með tacokryddi þar til aðeins brúnaður og setjið þá í skál til hliðar.
- Steikið því næst lauk, hvítlauk og papriku þar til mýkist aðeins. Kryddið einnig með tacokryddi.
- Bætið tómatpaste út í og leyfið að steikjast aðeins með.
- Hellið tómötunum yfir ásamt kjúklingasoði, rjóma og rjómaosti.
- Pískið saman og hitið hægt og rólega upp.
- Þegar suðan er að koma upp setjið kjúklinginn út í og sjóðið allt rólega saman í fimm mínútur.
- Smakkið súpuna til með salti, pipar og ef til vill meira tacokryddi.
- Setjið í skálar og toppið með ferskum tómötum, basil, rifnum osti og vorlauk.

Eftir Helenu Gunnarsdóttur