Hér er notað hefðbundið Toblerone, en því ekki að prófa hvítt?
Hráefni í fjórar skálar
- 130 g Toblerone
- 1 dl rjómi frá Gott í matinn
- 2 stk. eggjahvítur
- 2 msk. sykur
- 1 bolli rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
- salt á hnífsoddi
Aðferð
- Toblerone er brætt yfir vatnsbaði.
- 1 dl af rjóma er hitaður upp að suðu í öðrum potti.
- Þegar súkkulaðið er bráðnað er heitum rjómanum hellt yfir og hrært þar til glansandi. Þá er blandan látin standa í skálinni þar til hún hefur kólnað.
- Eggjahvítur eru þeyttar með sykri og salti og sett til hliðar.
- 1 bolli af rjóma er þeyttur.
- Helmingur rjómans er tekinn til hliðar til skrauts.
- Hinn helmingurinn fer í skál með súkkulaðiblöndunni og eggjahvítunum.
- Hrærið hægt og rólega með sleif þar til allt hefur blandast saman.
- Blandan er sett í stóra skál eða í 4 litlar skálar og inn í ískáp í 3 kst. í það minnsta.
- Músin geymist upp í 3 daga í kæli.

Eftir Gígju S. Guðjónsdóttur