... af því að kaffi og kanill fara einstaklega vel saman.
Hráefni
- 200 g LU kanil kex
- 100 g Smjör frá MS
- 500 ml Rjómi frá Gott í matinn
- 500 g KEA skyr með kaffi og vanillu
- Kaffisúkkulaði eftir smekk
Aðferð
- Kexið er mulið smátt og smjörið brætt í potti við lágan hita. Smjörinu er síðan hellt yfir kexið og því þjappað vel ofan í formið.
- Rjóminn er þeyttur og skyri og súkkulaðispæni af eins og einni lengju af kaffisúkkulaði blandað varlega við rjómann.
- Skyrblöndunni er dreift yfir kexbotninn og kakan skreytt með kaffisúkkulaði eða öðru sem ykkur finnst passa með.
- Kakan er höfð í ísskáp í minnst 3 klst. áður en hún er borin fram, en mér finnst best að hafa hana í kæli yfir nóttu.

Eftir Gígju S. Guðjónsdóttur