Hráefni fyrir fjóra
- 4 kjúklingabringur
- Salt og pipar
- Pizzaostur frá Gott í matinn
- 4 tómatar (4-5)
- 1⁄2 rauðlaukur
- 2 græn chilli
- Lime
- Kóríander eftir smekk
- Meðlæti: Hrísgrjón, nachos og sýrður rjómi
Aðferð
- Hitið ofninn í 180 gráður
- Bringurnar eru settar í form og kryddaðar.
- Grænmetið skorið í teninga, og sett í skál ásamt kóríander og lime safa.
- Salsað er síðan sett yfir kjúlinginn og ostinum stráð yfir.
- Rétturinn fer inn í ofn í 35-40 mínútur.
- Gott er að setja ferskan kóríander yfir réttinn þegar hann er tilbúinn
- Þið getið síðan bætt í salsauppskriftina ef þið viljið eiga auka.
- Með kjúklingnum er t.d. hægt að vera með grjón, nachos og sýrðan rjóma.

Eftir Gígju S. Guðjónsdóttur