Klassískur réttur sem stendur alltaf fyrir sínu. Rétturinn á rætur sínar að rekja til ársins 1976, en sagt er að maður að nafni Jakob hafi sett hann saman. Jakob vann við flug og þaðan er nafnið komið. Það er svo sannarlega tilvalið að búa til þennan rétt ef von er á mörgum í mat.
Auðvelt er að breyta réttinum í grænmetisrétt með því að nota t.d. halloumi ostasneiðar í staðinn fyrir kjúkling.
Hráefni - fyrir fjóra
- 4 kjúklingarbringur (eða einn tilbúinn grillaður kjúklingur)
- 4 dl matreiðslurjómi frá Gott í matinn
- 2 dl chili tómatsósa
- 2 msk bbq sósa (2-3 msk.)
- 2 msk tómatsósa (2-3 msk.)
- 4 bananar
- 150 g smátt skorið beikon (notið gjarnan tilbúið í teningum, steikt)
- 2 dl rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn (eða magn eftir smekk)
- Salthnetur eftir smekk
- Salt, svartur pipar og óreganó eftir smekk
- 1-2 kvistar spergilkál, aðeins blómin notuð
Aðferð
- Stillið ofninn á 180°C.
- Skerið kjúklingabringurnar í 2-3 bita.
- Brúnið bringurnar á pönnu og kryddið með óreganó, salti og pipar.
- Setjið þær í ofnfast mót.
- Hrærið saman matreiðslurjóma, chilisósu, bbq-sósu og tómatsósu (eða aðeins chili tómatsósu ef hún er notuð).
- Hellið rjómasósunni yfir kjúklinginn.
- Serið banana langsum og svo í tvennt. Leggið þá ofan á kjúklinginn.
- Skerið beikonið smátt og brúnið það (eða notið tilbúið, skorið og steikt).
- Dreifið beikonbitunum yfir réttinn og kryddið jafnvel með aðeins meira af pipar og óreganó (eða eftir smekk).
- Bakið réttinn í um 10 mínútur.
- Takið hann þá úr ofninum og stráið rifnum mozzarellaosti yfir.
- Bakið réttinn í um 10 mínútur til viðbótar.
- Skerið spergilkálið örsmátt. Áður en rétturinn er borin fram er salthnetum og spergilkáli stráð yfir.
- Berið fram t.d. með hrísgrjónum og grænni salatblöndu.

Eftir Theodóru J. Sigurardóttur Blöndal