Bragðmikill pastaréttur sem smellpassar á fjölskylduborðið, það fer enginn svangur frá borði í kvöld! Gott er að bera fram með hvítlauksbrauði og við skellum því með í innkaupalistann.
Hráefni - fyrir sex
- olía
- 1 stk. laukur
- 1 kg nautahakk
- 5 stk. hvítlauksrif
- 1 tsk. þurrkað óreganó
- 2 tsk. ítalskt krydd
- 2 tsk. salt
- 1 tsk. cayenne pipar
- 1 1⁄2 bolli tómatsósa (sykurlaus)
- 500 g fusilini pasta
- 1 bolli rjómi frá Gott í matinn
- 1 bolli rifinn cheddarostur frá Gott í matinn
- 1 bolli nautasoð (nautakraftur leystur upp í bolla af sjóðandi vatni)
Aðferð
- Laukurinn er skorinn og mýktur í olíu á pönnu í 4-5 mínútur.
- Hakkinu bætt út á pönnuna og eldað í gegn.
- Pasta er sett í pott og soðið eftir leiðbeiningum á pakkanum.
- Fitunni er hellt af pönnunni og hvítlauk (pressuðum eða smátt skornum) og kryddunum bætt út í.
- Þegar kryddin hafa blandast vel við hakkið þá er tómatsósu og nautasoði bætt út í hakkið og látið malla.
- Þegar pastað er tilbúið er því ásamt rjóma og osti bætt út í hakkið og hrært þar til osturinn er alveg bræddur.

Eftir Gígju S. Guðjónsdóttur