Stökka beikonið, smjörsteiktu sveppirnir og hvítlaukurinn gera þetta kjúklingapasta einfaldlega gómsætt! Og hér er Óðals Tindur sem er eftirlæti höfundar ... og fleiri.
Hráefni - fyrir fjóra
- 1 bakki kjúklingalundir
- 1 bréf beikon
- 500 g ferskt pasta ravioli með osti og spínati
- 1 bakki sveppir
- 2 stk laukar
- 4 stk kramin hvítlauksrif
- 2 lúkur spínat
- 1⁄2 Óðals Tindur
- 1⁄2 Parmesanostur
- Íslenskt smjör til steikingar
- 500 ml rjómi frá Gott í matinn
Allt hráefni er á innkaupalistanum nema smjör til steikingar
Aðferð
- Byrjið á því að steikja beikonið þar til það verður fallega brúnt á litinn.
- Sigtið þá beikonið frá og setjið í skál til hliðar.
- Steikið kjúklingalundirnar upp úr 50 g af íslensku smjöri þar til eldaðar í gegn.
- Látið þær kólna og skerið svo í litla bita.
- Þá er komið að því að steikja sveppina upp úr 50 g af íslensku smjöri, síðan laukinn og að lokum hvítlaukinn.
- Blandið öllu hér að ofan vel saman.
- Saxið spínatið mjög smátt og hellið út á pönnuna.
- Takið fram pott og sjóðið pastað í 3 mínútur.
- Hellið öllu vatninu af.
- Bræðið Óðals Tind og parmesanostinn í rjómanum í öðrum potti.
- Setjið pastað út í sósuna og blandið öllu vel saman áður en þið berið réttinn fram.
Verði ykkur að góðu!

Eftir Tinnu Alavis