Einfaldur og ljúffengur klassískur pastaréttur. Uppskriftin inniheldur upphaflega laktósalausan G-rjóma frá Gott í matinn, en á innkaupalista Heimkaup.is er um fleiri rjómategundir frá Gott í matinn að velja.
Hráefni - fyrir fjóra
- 400 g tagliatelle pasta
- 3 msk smjör
- 2 stk hvítlauksrif, smátt söxuð
- 250 ml laktósalaus G-rjómi frá Gott í matinn
- 1 dl rifinn Óðals Tindur
- 1 dl rifinn parmesan ostur
- Salt og pipar
- Þurrkaðar chilliflögur (má sleppa)
- Fersk steinselja
Allt hráefnið er á innkaupalistanum nema salt, pipar og smjör.
Aðferð
- Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka og gerið sósuna á meðan.
- Bræðið smjör á pönnu við meðalhita og steikið hvítlaukinn upp úr smjörinu þannig að hann mýkist.
- Hellið rjómanum á pönnuna og hleypið suðunni upp.
- Lækkið hitann strax niður í lægstu stillingu og bætið ostinum út í rjómann.
- Hrærið rólega þar til osturinn er alveg bráðnaður.
- Smakkið til með salti og nýmöluðum svörtum pipar og chilliflögum ef vill.
- Sigtið pastað en geymið dálítið af pastavatninu.
- Setjið pastað út í ostasósuna og blandið vel saman.
- Þynnið með pastavatninu eftir þörfum.
- Stráið yfir ferskri steinselju og berið fram.

Eftir Helenu Gunnarsdóttur