Bióbú Lífræn ab jógúrt skógarber - 170g
Mjólkursýru kultúr
Lífræn jógúrt (1) er eins og jógúrt á að vera. Mátulega þykk með fersku og lifandi bragði. Hún er búin til úr mjólk frá kúm sem fóðraðar eru eingöngu á grasi. Ferska og milda bragðið kemur frá vinalegum jógúrtgerlunum og safaríku lífrænt ræktuðu ávöxtunum. Mikið magn ensíma og önnur hollusta jógúrtsins er kærkomin afrakstur þrautseigju og þolinmæði.
Lífræn jógúrt er tilvalinn kostur fyrir fólk sem sækist eftir nýjum og heilbrigðari lífstíl og fyrir fólk sem vill vita hvað það er að borða. Jógúrtin er án aukefna og fyrir sýringu á mjólkinni er engu bætt í og ekkert tekið úr. Enginn hvítur sykur er notaður og allt hráefni er lífrænt ræktað.
Í ávaxtajógúrtina er notaður lífrænn hrásykur.
Nokkrar erlendar rannsóknir hafa sýnt að mjólk sem framleidd er með lífrænum aðferðum hefur meira af lífsnauðsynlegum fitusýrum eins og Omega-3 (2) og svo af konjugerðu fitusýrunni CLA (3) .( 4-7 sinnum meira. Fer eftir árstíma og fóðrun.)
Íslensk samanburðarrannsókn hefur staðfest að um 28% meira er af omega-3 í lífrænni mjólk(4) . CLA er einnig fjölómettuð eins og omega-3. Þessar fitusýrur eru taldar mikilvægar fyrir efnaskipti líkamans og geta verndað okkur frá ýmsum læknisfræðilegum vandamálum þar á meðal þunglyndi. Þá hefurrannsóknarstofnun landbúnaðararins í Danmörku,
( Danmarks JordbrugsForskning 2004 ), einnig rannsakað innihald andoxunarefna og vítamína í lífrænni og hefðbundinni mjólk og sýna þær rannsóknir að lífræn mjólk í níu af hverjum tíu sýnum inniheldur mun meira náttúrlegra E-vítamína en hefðbundin mjólk. Hefur það m.a. í för með sér að geymsluþol hennar er betra.
Auk þessa sýna rannsóknirnar að innihald carótenóíða er tvisvar til þrisvar sinnum hærra í lífrænni mjólk en hefðbundinni en það hefur áhrif á bragðið því efnið á sinn þátt í að mynda ýmsa bragðþætti mjólkurinnar.
Jógúrtin er auk þess rík af próteini, kalki, og steinefnum. Til viðbótar við E vítamínið fylgir fitunni einnig fituleysanlegu vítamínin A og D.
Að jafnaði er minni mjólkursykur í lífrænni jógúrt sem er jákvætt fyrir fólk með mjólkuróþol.(5)
Neytendur velja lífrænt meðal annars vegna þess að þeir telja að náttúrulegri framleiðsla gefi af sér hollari matvörur. Rannsóknir staðfesta þetta.
Það að borða lífrænt kveður einnig í kútinn þá óvissu sem fylgir því að borða fæðu sem inniheldur ónáttúruleg efni.
Sex góðar ástæður til að velja Biobú jógúrt!
- Í henni eru engin aukefni, né önnur efni svo sem bragðefni, litarefni né rotvarnarefni.
- Meira er af CLA fitusýrum, en CLA byggir upp vöðva og bein, brennir fitu og er mjög virkt andoxunarefni. Margir vísindamenn hafa gengið svo langt að álíta CLA fitusýruna sem eina bestu krabbameinsvörn sem fundist hafi í matvælum fram að þessu.
- Í lífrænni jógúrt er meira af Omega-3 fitusýrum (38,4%), en hún er líkamsstarfsemi okkar lífsnauðsynleg.
- Enginn sykur er í hreinu jógúrtinni og aðeins lífrænn hrásykur í hinum tegundunum.
- Lífræn jógúrt er án manngerðra transfitusýra.
- Engin þykkingarefni né þurrmjólkurduft er notað
- Lífrænn landbúnaður vinnur að bættu umhverfi, velferð dýra og betri heilsu.