Better You D 3000iu munnúði 15 ml
D Lux 3000 (og D Lux 1000) eru fyrstu D-vítamínin á markaðnum sem eru í munnúðaformi.
Með því að spreyja vítamíninu undir tungu eða út í kinn er upptakan tryggð því það seytlar gegnum slímhúðina og beint út í blóðrásina.
D-vítamín skortur er afar algengur í vestrænum löndum en hann getur haft mjög alvarlegar afleiðingar til lengri tíma og skiptir þetta vítamín t.a.m. sköpum fyrir heilbrigt ónæmiskerfi og sterkar tennur og bein.
Rannsóknir gefa þó til kynna að það gegni mun víðtækara hlutverki en talið var og það það sé í raun grundvallarefni til að viðhalda heilsu og fyrirbyggja sjúkdóma. Vitað er um a.m.k. 100 mismunandi sjúkdómseinkenni eða sjúkdóma sem tengjast D-vítamín skorti.
Í gegnum þróunarsöguna hefur sólin verið meginuppspretta D-vítamíns en í dag þegar fólk notar meiri sólarvörn, forðast sólina eða býr þar sem ekki er næg sól er skortur á D vítamíni mjög algengur. Íslendingar fara ekki varhluta af sólarleysinu og því er það sérlega mikilvægt að við pössum uppá að taka inn D vítamín.
DLux 3000 er afar handhægt og bragðgott:
- Vítamínið fer beint út í blóðrás í stað þess að fara í gegnum meltingarveginn.
- Skammtakerfi sem skammtar 3000IU í hverjum úða.
- Fyrir alla sem vilja meira magn í einum úða.
- Í hverju glasi eru 100 úðar eða um 3ja mánaða skammtur.
- Gott, náttúrulegt piparmyntubragð.
- Hentar grænmetisætum.
- Fyrir alla sem hafa áhyggjur af skorti á sólarljósi.
- Hentar öllum aldri.
Þeim sem hættast er við D vítamínskorti eru:
- Ófrískar konur og konur með barn á brjósti.
- Einstaklingar komnir yfir fimmtugt.
- Börn yngri en 5 ára.
- Fólk sem heilsu sinnar vegna verður að vera innan- dyra eða þeir sem hylja húð sína þegar þeir fara út.
- Grænmetisætur sem borða ekki feitan fisk.
- Fólk með dökkt litaraft.
Notkun: 1 úði á dag - úðið inn í kinn
Skv. Landlæknisembættinu eru efri mörk ráðlagðrar neyslu 100 μg á dag (4000 AE) fyrir fullorðna, 50 μg (2000 AE) fyrir börn eldri en eins árs að tíu ára aldri og 25 μg (1000 AE) fyrir ungbörn að eins árs aldri. Skammta umfram efri mörk ætti aðeins að taka í samráði við lækni.