Better You B12 Boost sprey 25 ml
B12 vítamín er gríðarlega mikilvægt og gegnir margvíslegu hlutverki í líkama okkar. Það er m.a. nauðsynlegt fyrir skiptingu frumna en rauðu blóðkornin eru í hópi þeirra frumna sem skipta sér oftast og því veldur B12 vítamínskortur lágum blóðgildum í líkamanum. B12 vítamín er nauðsynlegt fyrir nýmyndun tauganna og spilar það því stórt hlutverk í að halda taugakerfinu okkar í lagi sem og heilastarfseminni.
Í ljósi þess að B12 skortur tengist oft vandamálum í meltingarvegi er hentugt að innbyrða það í formi munnúða. Upptaka á B12 vítamíni í gegnum slímhúð í munni er örugg og áhrifarík leið til að tryggja líkamanum nægjanlegt magn af B12 vítamíni eða til að verja okkur fyrir B12 vítamín skorti.
B12 er það vítamín sem flesta skortir á efri árum og oft er það vegna skorts á efninu „Intrinsic Factor“ sem er mikilvægt prótein, framleitt í maga og hjálpar til við upptöku. Það þýðir að þó svo að við borðum dýraafurðir eða tökum vítamín töflur, verður engin upptaka á B12 vítamíni og við lendum í skorti. Óhófleg neysla áfengis, kaffi, kóladrykkja og nikótíns, notkun ýmissa lyfja, m.a. sýrubindandi lyfja og mikil eða langvarandi notkun sýklalyfja er meðal þess sem getur valdið okkur skorti.
Notkun: 4 úðar á dag - í einu eða dreift yfir daginn
- Úðið inn í kinnina og haldið í nokkrar sekúndur
- Þarf ekki að taka með vatn eða mat
- Hristið vel fyrir notkun
- Neytið ekki meira en ráðlagður neysluskammtur segir til um
Magn: 25 ml/192 úðar (48 dagar)